Viðhaldsendurhæfing í sólarhringsþjónustu

Markhópur

Einstaklingar með skaða á miðtaugakerfi sem búa í sjálfstæðri búsetu og hafa lokið virkri endurhæfingu en þurfa mikinn stuðning, sérhæfða nálgun og viðhaldsþjálfun tengt hreyfifærni, tjáningu, samskiptum og vitrænum þáttum.

Tilvísunaraðilar

Endurhæfingarteymi Kjarks endurhæfingar, Grensásdeild, Reykjalundur

Markmið

Leitast er við að veita heildræna þjónustu með fjölskyldumiðaðaðri nálgun með þessi markmið, að hluta eða öllu leyti, að leiðarljósi:

  1. Athugun á þjálfunarmöguleikum til að auka sjálfstæði.
  2. Endurmeta umönnunarþörf þjónustuþega.
  3. Styðja við og hvíla aðstandendur sem gera þjónustuþega kleift að búa heima.
  4. Rjúfa einangrun hjá einstaklingum sem búa einir og veita þeim stuðning.

Tímalengd

1-4 vikur í senn

Fagaðilar sem starfa í teymi

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, félagsráðgjafi, iðjuþjálfi, sjúkraþjálfari, og talmeinafræðingur.

Innihald

Stutt dvöl í endurhæfingaríbúð í húsnæði Kjarks endurhæfingar með sólarhringsþjónustu hjúkrunar- og umönnunaraðila. Fylgst er með færni við athafnir daglegs lífs og getu til að bera ábyrgð á þáttum eins og eigin hreinlæti, lyfjainntöku og dagskipulagi. Þjálfun í hópum undir leiðsögn fagaðila með þekkingu á skaða í miðtaugakerfi og áhrif þess á færni og lífsgæði. Ekki eru sett fram einstaklingsmiðuð markmið nema þjónustuþegi sé nú þegar í virkri endurhæfingu en honum er boðið að taka þátt í opnum þjálfunarhópum út frá hans þörfum. Fagteymi styður þjónustuþega við að endurskoða stuðningsnet hans.

Umsóknarferli

Einstaklingur fyllir út umsókn og sendir inn ásamt læknabréfi og nánari upplýsingum frá fagaðilum. Umsókn er tekin fyrir af inntökuteymi skv. vinnureglum. Mælt er með því að kynna sér starfsemina áður en sótt er um og koma í heimsókn til að vera viss um að þetta úrræði henti.

Eftir að umsókn hefur verið útfyllt þarf að senda hana til inntökuteymis. Hægt er að senda umsókn og fylgigögn rafrænt í gegnum Sögu-sjúkraskrá eða með Signet transfer.  Að öðrum kosti má senda hana með bréfpósti til Kjarks endurhæfingar, Hátúni 12, 105 Reykjavík.

Tengill á umsókn er hér fyrir neðan.

Sækja umsókn