Endurhæfing / Sólarhringsþjónusta
Endurhæfing í sólarhringsþjónustu
Markhópur
Einstaklingar með skaða á miðtaugakerfi sem þurfa framhaldsendurhæfingu eftir dvöl á sjúkrastofnun og sem geta nýtt sér endurhæfingu með það að markmiði að ná færni til að búa sjálfstætt, með eða án þjónustu.
Tilvísunaraðilar
Landspítali s.s. Grensásdeild, Taugadeild, Heila- og taugaskurðdeild og Reykjalundur.
Markmið
Leitast er við að veita heildræna þjónustu með fjölskyldumiðaða nálgun með þessi markmið að leiðarljósi:
- Þjálfun með það að markmiði að einstaklingurinn nái betri færni sem eykur sjálfstæði hans og ábyrgð á eigin lífi og heilsu.
- Þjálfun og stuðningur svo einstaklingurinn geti sinnt sínum hlutverkum og tekið virkan þátt í samfélaginu.
- Stuðningur til einstaklingsins og fjölskyldu hans við að takast á við breyttar aðstæður, minnka álag vegna veikinda og bæta lífsgæði.
Tímalengd
6-24 mánuðir
Fagaðilar sem starfa í teymi
Iðjuþjálfar, sjúkraþjálfari, talmeinafræðingur, félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar.
Innihald
Þverfagleg endurhæfing þar sem unnið er út frá hagnýtum og einstaklingsmiðuðum markmiðum sem eru endurskoðuð reglulega, ekki sjaldnar en á 6 mánaða fresti. Þjálfun fer fram í einstaklingstímum, hóptímum og/eða sérhæfðum æfingum í daglegu lífi. Fjöldi þjálfunartíma er einstaklingsbundin en lagt er upp með að þeir séu ekki færri en 10 á viku. Þjónustuþegi býr í endurhæfingaríbúð í húsnæði Sjálfsbjargarheimilisins með sólarhringsþjónustu hjúkrunar- og umönnunaraðila og hefur aðgengi að almennri læknisþjónustu. Fagteymi styður þjónustuþega við að byggja upp stuðningsnet sem geti fylgt honum eftir útskrift.
Umsóknarferli
Einstaklingur fyllir út umsókn með aðstoð fagaðila og sendir inn ásamt læknabréfi og nánari upplýsingum frá fagaðilum. Umsókn er tekin fyrir af inntökuteymi skv. vinnureglum. Mælt er með því að kynna sér starfsemina áður en sótt er um og koma í heimsókn til að vera viss um að þetta úrræði henti.
Eftir að umsókn hefur verið útfyllt þarf að senda hana til inntökuteymis. Hægt er að senda umsókn og fylgigögn rafrænt í gegnum Sögu-sjúkraskrá eða með Signet transfer. Að öðrum kosti má senda hana með bréfpósti til Kjarks endurhæfingar, Hátúni 12, 105 Reykjavík.
Tengill á umsókn er hér fyrir neðan.
Sækja umsókn